Banana og döðlu brauð
- 2 vel þroskaðir bananar
- 100 g mjúkar döðlur
- 50 g smjör
- 2 egg
- 1 dl sykur
- 3 dl hveiti
- ½ dl mjólk
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk kanill
- 2-3 msk heslihnetukurl
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
- Bræðið smjörið, steinhreinsið döðlurnar og skerið í litla bita.
- Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið hveiti, lyftidufti og kanil í deigið, blandið vel saman.
- Bætið smjörinu og döðlunum útí ásamt stöppuðum bönunum og mjólk í deigið, blandið vel saman.
- Setjið deigið í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír, toppið með heslihnetukurli og bakið í u.þ.b. 45 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben
Category: