Döðlugott með Eitt Sett bitum og Bíókroppi.
Þetta er algjört crowd pleaser. Mjúk og stökk döðlukaramellan gerð ómótstæðilegt með Eitt Sett bitum og Bíókroppi sem koma með þennan auka stökkleika. Alveg bilaðslega gott nammi sem að allir eiga eftir að elska!
Fljótlegt nammi sem er fullkomið fyrir helgina, boðið, veisluna eða þegar maður vill eitthvað extra gott án þess að kveikja á ofninum ✨





Döðlugott með Eitt Sett bitum og Bíókroppi
- 500 g döðlur, saxaðar
- 250 g smjör
- 100 g púðursykur
- 150 g Rice Krispies
- 285 g Nóa Eitt Sett bitar
- 200 g Nóa Bíó Kropp
- 400 g Síríus rjómasúkkulaði
Aðferð:
- Setjið döðlur, smjör og púðursykur saman í pott. Bræðið og hrærið öllu vel saman þar til orðið að mjúkri döðlu karamellu. Slökkvið undir.
- Bætið rice krispies útí og hrærið saman við.
- Setjið smjörpappír í eldfast/köku form sem er 20×40 cm eða sambærilega stórt.
- Bætið svo Eitt Sett bitunum og Bíó kroppinu og hrærið saman. Hellið blöndunni í formið og pressið blönduna vel niður svo hún verði slétt. Setjið í frysti.
- Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið svo yfir rice krispies blönduna. Setjið aftur í frystinn í u.þ.b. 30-60 mín.
- Takið úr frysti og skerið í þægilega stóra bita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:


