Linda Ben

Dumle nammikaka

Recipe by
2 klst
Prep: 30 mín | Cook: 15 mín

Um daginn varð húsbóndinn á heimilinu 29 ára gamall, Róbert vildi að sjálfsögðu gera köku fyrir pabba sinn og skreyta hana. Við ákváðum að gera dumle nammiköku en hún sló algjörlega í gegn! Kakan er létt, ljúf og kremið gerir hana algjörlega ómótstæðilega.

_MG_0169

_MG_0172

_MG_0174

Við ákváðum að skreyta kökuna með daimbitum og lakkrísbitum en að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða nammi sem er til að skreyta.

_MG_0183

Dumle nammikaka:

  • 200 g smjör
  • 4 egg
  • 3 dl sykur
  • 5 dl hveiti
  • 4 msk kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 dl mjólk

Krem:

  • 240 g dumle karamellur
  • 1 dl rjómi
  • 3 dl flórsykur
  • Lakkrísbitar og daim eftir smekk, eða annað nammi.

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Bræðið smjörið.
  3. Hrærið saman sykur og egg þangað til blandan verður ljós og létt.
  4. Blandið þurrefnunum saman.
  5. Hellið mjókinni út í smjörið.
  6. Setjið þurrefnin á víxl við smjörblönduna út í eggjablönduna þangað til allt hefur blandast saman.
  7. Setjið í 25 x 25 cm form eða hringform í svipaðri stærð.
  8. Bakið inn í ofni í um það bil 15 mín.
  9. Látið kökuna kólna og útbúið kremið.
  10. Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Bætið flórsykrinum útí og hrærið saman við, ef blandan verður kekkjótt rennið henni þá í gegnum sigti. Kælið kremið þangað til það verður svolítið stíft og smyrjið því þá á kökuna.
  11. Skerið lakkrísbita niður í 3-4 bita og dreifið því yfir kökuna ásamt daim-i.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Einnig erum við fjölskyldan á fullu að byggja okkur nýtt hús frá grunni þannig það er nóg að gera á Instagram!

Fylgistu með á Instagram!

_MG_0174

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5