Linda Ben

Eðal eðla í aðalréttinn

Svona matur er fullkomin til að hafa á notalegu kósý kvöldi þegar maður vill í raun fara bara beint í desertinn.

Þessi uppskrift passar í tvö meðalstór eldföst mót.

Ef þið eruð óvön að borða refried baunir eða baunamauk og eruð að velta því fyrir ykkur að sleppa því úr uppskriftinni þá ráðlegg ég sterklega gegn því þar sem það gerir áferðina á hakkinu ótrúlega mjúka þannig það passar fullkomlega með rjómaostinum og öllu hinu í þessari æðislegu ídýfu. Þetta er svona matur sem maður borðar endalaust af og hreinlega ekki hægt að hætta borða, verður bara að klárast.

Algjörlega ein besta heit salsa ídýfa (eðla) sem ég hef smakkað!

_MG_7183

Heit nachos máltíð

Heitt nachos

_MG_7189

_MG_7190

_MG_7185

_MG_7192

_MG_7199

_MG_7205

_MG_7206

Eðal Eðla: 

  • 1 bakki nautahakk
  • 1 poki taco krydd t.d. frá Old El Paso
  • 1 askja rjómaostur
  • 1 dós refried baunir (baunamauk) t.d. frá Old El Paso
  • Salsa sósa t.d. frá Pace
  • 1 poki rifinn pizza ostur
  • 1 rauð paprika
  • 2 litlir vorlaukar

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Steikið hakkið á pönnu og setjið helminginn af taco kryddblöndunni út á.
  3. Opnið dósina með bauna maukinu og setjið úr á hakkið þegar það er steikt í gegn. Steikið blönduna saman þangað til hún er orðin heit.
  4. Setjið rjómaostinn í skál og blandið saman afganginum af kryddblöndunni út í rjómaostinn.
  5. Í tvö meðal stór eldföst mót, smyrjið rjómaostinum í botninn, hann á að vera um 0,5 cm þykkur.
  6. Ofan á ostinn smyrjið hakkblöndunni og svo salsa sósunni í svipaðri þykkt.
  7. Dreifið rifna ostinum yfir og bakið inn í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað, stillið þá ofninn á grill og grillið ostinn í 2-3 mín eða þangað til hann byrjar að poppast smá og brúnast. Passið að horfa alltaf á réttinn inn í ofninum með grillstillinguna á því osturinn er mjög fljótur að brenna ef ekki er fylgst nógu vel með.
  8. Berið fram strax með stórum og góðum maís snakkflögum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_7206

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fáið þið í Kosti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5