Heimalagaður ís þarf ekki að vera flókinn.
Þennan ís gerði ég aðeins úr frosnum bönunum á örskotsstundu.
Þið hafið örugglega heyrt talað um þessa hollu bananaísa og hugsað með ykkur að þetta sé nú ekki fyrir ykkur, hann bragðist pottþétt ekki vel og verði mikil vonbrigði. Ég bið ykkur því um að treysta mér, prófið! Ég myndi aldrei segja ykkur frá þessum ís ef mér þætti hann ekki jafn góður og ísinn út í ísbúð, jafnvel betri!
Það sem þú þarft til að útbúa einfaldann heimalagaðan ís er:
- Matvinnsluvél
- 3 frosnir niðurskornir bananar
- 1 dl möndlumjólk
- 1 tsk vanillu dropa
Aðferð:
- Byrjað er á að láta frosnu bananana í matvinnsluvélina og látið hana ganga þangað til
bananarnir eru orðnir að kurli. - Þá er bætt við 1 dl af möndlumjólk út í og 1 tsk af vanillu dropum.
- Matvinnsluvélin er látin ganga þangað til áferðin á banönunum er orðin eins og ís!
Það er vel hægt að stoppa eftir þetta skref, þá ertu komin með mjög hollan og bragðgóðan einfaldan ís. Ég hef þó aldrei stoppað hérna. Ég elska að bragðbæta ísinn með allskonar gúmmulaði eftir því í hvernig stuði ég er í.
Í þetta skiptið vildi ég hafa ísinn í hollari kanntinum. Ég setti því 1 dl af hnetusmjöri og 50 g dökku súkkulaði út í ísinn og lét matvinnsluvélina ganga þangað til þetta var allt saman vel blandað.
Aðrar hugmyndir til að setja í ísinn eru til dæmis:
- Jarðaber og hindber
- Ananas og kókos
- Nutella og hnetusmjör
- Salt karamellu sósa og heslihnetukurl
Látið hugmyndaflugið ráða!
Þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi það að ísinn bragðast alveg gríðarlega vel og ef ég vissi ekki að ísinn væri úr banönum en ekki rjóma myndi ég aldrei trúa því! Þetta er ekki þessi holli eftirréttur sem maður fær sér einunig afþví að hann er hollur. Heldur er þetta virkilega gott! Það er einungis kostur að ísinn sé hollur en ekki ástæðan fyrir því að ég bý hann til ef þið skiljið mig.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben