Einfalt hvítlauks humarpasta sem er svo ótrúlega gott!
Einfalt hvítlauks humarpasta
- 250 g Tagliatelle (ég spínat tagliatelle, sjá hér)
- 400 g skelflettur lítill humar
- Salt & pipar
- 1/4 tsk þurrkaður chillí
- 1 msk smjör
- 1 dós Allioli frá Chovi
- Sítrónubörkur
- Fersk steinselja
Aðferð:
- Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum.
- Kryddið humarinn með salti&pipar og þurrkuðu chillí. Steikið á pönnu upp úr smjöri.
- Takið 2 dl af pastavatninu upp úr pottinum þegar pastað er tilbúið, hellið svo restinni af vatninu af pastanu og setjið pastað í fallega skál.
- Blandið Allioli sósunni út á pastað og setjið 1 dl af pastavatni með, blandið öllu saman, setjið meira af pastavatni ef þið viljið gera meira úr sósunni.
- Setjið humarinn út á pastað, rífið sítrónubörkinn yfir og setjið ferska steinselju út á.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben