Einföld hvít súkkulaðimúsbaka úr 4 innihaldsefnum sem er svo dásamlega góð. Þessi baka hentar vel sem eftiréttur eftir góða máltíð þegar maður vill eitthvað sætt í eftirmatinn. Hvíta súkkulaðimúsin bráðnar upp í manni og á meðan kremkexbotninn er svolítið stökkur á móti. Ég notaði kremkexið, Sæmundur í jólafötunum í botninn en það er svo jólalegt og gott kex sem passar vel me hvíta súkkulaðinu.
Einföld hvít súkkulaðibaka úr 4 innihaldsefnum
- 400 g kremkex – Sæmundur í jólafötunum frá Frón
- 150 g smjör
- 300 g hvítt súkkulaði
- 3 dl rjómi
Skraut
- 50 g dökkt súkkulaði (brætt)
- Granateplakjarnar
- Silfurkúlu kökuskraut
Aðferð:
- Myljið kremkexið í matvinnsluvél. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexið.
- Þrýstið kexmulningnum ofan í form sem er u.þ.b. 20×30 cm (eða sambærilega stórt). Setjið í frysti.
- Setjið rjóma og hvítt súkkulaði ofan í pott og bræðið saman varlega. Kælið blönduna alveg þar til hún er orðin stíf aftur, mér finnst best að setja í eldfastmót og setja í frysti.
- Þegar súkkulaðiblandan er orðin alveg köld, setjiði hana þá í hrærivélaskál og þeytið þar til blandan verður ljósari og loftmeiri. Hellið henni þá ofan í formið með kexblöndunni og sléttið úr og kælið.
- Ég notaði piparkökuform til að stimpla útlínur á kökuna, bræddi dökkt súkkulaði og setti í sprautupoka með litlum stút. Svo sprautaði ég súkkulaði ofan í útlínunar. Svo skreytti ég með granateplakjötnum og kökuskrauti.
- Skerið í litla bita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar