Ístertur þurfa allt ekki að vera flóknar. Það er hægt að smella saman í ístertu án þess að hafa lítið sem neitt fyrir því.
Það eina sem þarf eru 3 ½ lítra dollur af þínum uppáhalds Mjúkís og nammi, smella því saman í kökuform, fyrsta og skreyta.
Allir geta gert þessa ístertu, þeir sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu munu leika sér að því að smella í þessa.
Hún er líka fullkomin þegar tíminn til þess að útbúa eftirrétt er naumur þar sem það tekur svo stutta stund að smella henni saman.
Fyrir utan það að vera ótrúlega einföld og fljótleg þá er hún líka alveg dásamlega góð svo ég mæli með að þú smakkir!
Einföld ísterta með smákökudeigi og lakkrís
- 2 stk ½ líters dollur af Mjúkís með súkkulaði og smákökudeigi
- 1 stk ½ líters dolla af Mjúkís með lakkrísflögum og jókersósu
- 1 poki Maltesers (70 g)
- Súkkulaði ísing frá Kjörís
- Nammi til að skreyta, má vera Maltesers, Þristar og piparkökur til dæmis
Aðferð:
- Takið ísinn úr frysti og geymið hann upp á borði í 5-10 mín þar til hann er orðinn vel mjúkur, bryjtjið niður Maltesers og setjið 1 stk Mjúkís dollu með súkkulaði og smákökudeigið í skál, setjið 1/3 af Malteserinu í skálina, blandið saman.
- Takið 20 cm köku smelluform og klæðið það með smjörpappír, brjótið pappírinn vel ofan í hliðar formsins. Setjið ísinn í skálinni ofan í formið, setjið í frystinn.
- Setjið Mjúkísinn ísinn með lakkrísflögunum og jókersósunni í skál ásamt 1/3 af Malteserinu og blandið saman, setjið í kökuformið. Gerið það sama fyrir seinustu Mjúkís dolluna og geymið inn í fyrsti í amk klukkutíma.
- Takið ístertuna úr smelluforminu og hvolfið henni á kökudisk, klæðið smjörpappírinn af kökunni. Takið ísingu og setjið ofan á kökuna, fallegt að leyfa ísingunni að leka smá niður með hliðunum. Skreytið með nammi.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben