Linda Ben

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Recipe by
1 klst

Þessi færsla er kostuð af Dr. Oetker

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Ég hef áður sagt ykkur frá My Sweet Deli ostakökunum en mér þykir þær alveg ótrúlega góðar.

Ég hef alltaf elskað bakaðar ostakökur og finnst mér þær miklu betri en þessar sem eru ekki bakaðar, allavega svona í flestum tilvikum, en þær taka alveg glettilega langan tíma að gera sem veldur því að ég geri þær ekki oft.

Það er ástæðan fyrir því að ég elska My Sweet Delí ostakökurnar, þær koma tilbúnar og bragðast virkilega vel.

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

New York ostakakan er í uppáhaldi hjá mér þar sem hún er minnst sæt af kökunum sem býður upp á fjölmarga möguleika fyrir þá sem finnst gaman að skreyta kökur. Ég gerði um daginn útfærslu með saltri karamellu sem kom virkilega vel út sjá hér: http://lindaben.is/recipes/fljotleg-og-ljuffeng-ostakaka-med-salt-karamellu-hjup/

Súkkulaðimús hefur mér lengi verið hugleikin. Súkkulaðimús er nefninlega ótrúlega góð en mér hefur alltaf leiðst hvernig hún er borin fram, oft á tíðum endar hún sem sletta ofan í krukku eða skál sem mér þykir ekki það réttláttasta fyrir svona góðan eftirrétt. Ég hef því aðeins verið að velta öðrum möguleikum fyrir mér og því ákvað ég að prófa að sprauta henni ofan á ostaköku í tilraunastarfssemi.

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Ég var gríðarlega ánægð með útkomuna! Varð eiginlega bara akkurat eins og ég var búin að ímynda mér þetta sem er ekki alltaf raunin. Þetta er algjörlega skotheld samsetning sem ég á eftir að gera oft aftur og mæli með að þú prófir.

Þar sem þetta er alveg virkilega góð súkkulaðimús geri ég ráð fyrir að nota þessa uppskrift mikið, bæði fyrir ostakökuna og ekki, ég hvet þig til þess að gera slíkt hið sama.

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi:

  • New York ostakaka frá My Sweet Deli
  • 250 ml rjómi
  • 1,5 gelatín blöð
  • 2 egg
  • 2 eggjahvítur
  • 50 g sykur
  • 300 g 56% súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
  2. Setjið gelatín blöðin í skál með köldu vatni.
  3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, munið eftir að gera það varlega og passið að brenna ekki súkkulaðið.
  4. Setjið eggin, eggjahvíturnar og sykurinn í skál sem passar líka á pottinn sem þið notuðuð til þess að bræða súkkulaðið og hrærið kröftuglega saman með pískara yfir vatnsbaðinu þar til eggjablandan nær 60°C (notið nammihitamæli, kjöthitamæli eða hitamælisbyssu). Tilgangurinn með því að hita eggjablönduna er að bræða sykurinn og það er afar mikilvægt að hræra vel svo eggin eldist ekki. Um leið og eggjablandan nær 60ºC smellið þá blöndunni í hrærivél og þeytið þar til blandan verður ljós og létt.
  5. Kreistið allt vatn úr gelatín blöðunum og setjið í hreina skál sem er líka hægt að setja á pottinn og bræðið gelatínið yfir vatnsbaði, setjið brædda gelatínið í eggjablönduna og hrærið saman við.
  6. Því næst er súkkulaðinu blandað varlega saman við eggjablönduna og svo rjómann.
  7. Takið kökuna úr frystinum og setjið á fallegan kökudisk, mjög sniðugt að setja smá slettu af súkkulaðimús á miðjan diskinn undir kökuna svo hún renni ekki til á disknum.
  8. Setjið hringlaga stút í sprautupoka (ca 1 cm breiður stútur eða örlítið minni) og setjið því næst súkkulaðimúsina ofan í pokann. Sprautið doppur fyrst á úthring kökunnar og vinnið ykkur inn.
  9. Skreytið kökuna með matarglimmeri og blómum.

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5