Einstaklega djúsí eplakaka sem þú átt alveg örugglega eftir að elska!
Leynitrixið til að ná eplakökunni svona djúsí er að setja St.Dalfour epla og kanil sultuna undir eplin, þá verður kakan blautari og bragðmeiri.
Þessi eplakaka er eins og ástarbréf til haustsins og eiginlega alltof góð til þess að sleppa því að prófa ❤️❤️
Einstaklega djúsí eplakaka
- 150 g smjör
- 150 g sykur
- 3 egg
- 150 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- ¼ tsk salt
- 50 ml súrmjólk
- 150 g Epla og kanil sulta frá St. Dalfour
- 2-3 epli skorin í þunnar sneiðar
- 2-3 msk kanilsykur (2 ½ msk sykur + ½ msk kanill)
- Þeyttur rjómi eða vanilluís
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggjunum út í, eitt í einu og þeytið vel.
- Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, bætið því út í eggjablönduna ásamt súrmjólkinni og hrærið þar til blandað saman.
- Smyrjið 20×25 cm form eða álíka stórt (23 cm smelluform virkar vel) og hellið deiginu í formið.
- Dreifið sultunni yfir deigið með teskeið og dreifið svo eplasneiðunum yfir. Dreifið kanilsykrinum yfir og bakið inn í miðjum ofni í u.þ.b. 30 mín.
- Dásamlegt að bera fram með rjóma eða vanilluís.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: