Ef þig langar í alveg sérstaklega gott popp þá verður þú að smakka þetta Eitt Sett tögguhjúpaða popp!
Maður bræðir Eitt Sett töggur með smjöri og hjúpar svo poppið með súkkulaði lakkrískaramellunni, best er að borða poppið á meðan karamellan er ennþá örlítið volg og mjúk.
Eitt Sett Tögguhjúpað popp
- 165 g Eitt Sett töggur (einn poki)
- 50 g smjör
- 100 g popp
Aðferð:
- Bræðið smjörið í potti og bætið Eitt Sett töggunum út í, bræðið á vægum hita þar til bráðnað og hrærið þar til samlagað.
- Setjið poppið í stóra skál ,mér finnst best að gera þetta í tveimur skrefum og set þá helminginn af poppinu í skálina fyrst, hellið svo helmingnum af karamellunni yfir poppið og hrærið vel saman þar til allt hefur blandast vel saman og karamellan hjúpað poppið. Setjið karamelluhjúpað poppið á smjörpappírsklædda ofnplötu, takið poppið í sundur sem er klesst saman. Endurtakið fyrir restina af poppinu og karamellunni.
- Hellið karamelluhjúpuðu poppinu í hreina skál og berið fram á meðan ennþá svolítið heitt.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: