Ég reyni alltaf að elda að minnsta kosti einn rétt í viku sem inniheldur ekki kjöt, helst oftar. Mér finnst grænmetis réttir ótrúlega góðir, ég er merkilega lítil kjöt manneskja nefninlega. Til dæmis ef ég kíki á veitingarstaði í hádeginu vel ég yfirleitt grænmetisrétti fram yfir kjötrétti, ég mæli mikið með því, grænmetisréttir eru yfirleitt rosalega góðir á veitingastöðum og hef ég nánast aldrei lennt í því að fá eitthvað sem mér finnst ekki gott.
Mér finnst sérstaklega mikilvægt að passa upp á prótein inntöku þegar ég er með grænmetisrétti, sérstaklega núna þegar ég er ólétt og mjög mikilvægt að ég fái öll næringarefnin sem ég þarf á að halda. Ég fór því aðeins út fyrir þægindaramman ef svo mætti segja með þennan spagetti bolognaise rétt og setti nýrnarbaunir út í sósuna. Ragnar var með mér að elda þetta og var nú ekki alveg viss um að útkoman yrði góð og spurði mig hvort ég væri nú viss um þetta. Ég ákvað að treysta hugmyndinni og lét verða að þessu og sé alls ekki eftir því í dag. Nýrnabaunirnar pössuðu virkilega vel í þessum rétti og mun ég alltaf gera þessa uppskrift héðan í frá þegar ég geri kjötlaust spagetti bolognaise!
Ekkert kjöt spagetti “bolognese”
- 250 g heilkorna spagettí
- 1 rauðlaukur
- 250 g sveppir
- 3-4 hvítlauksgeirar
- Nýrnabaunir
- Niðursoðnir tómatar
- Passata sósa
- 1 msk tómatpúrra
- Svartar ólífur
- Sólþurrkaðir tómatar
- Þurrkað oreganó
- Salt og pipar
- Þurrkað chillí
- 2 tsk grænmetiskraftur
- Ferkst basil
- Parmesan ostur
- Hágæða ólífu olía
Aðferð:
- Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Skerið niður laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu, skerið sveppina og bætið þeim á pönnuna, skolið baunirnar, þerrið og setjið á pönnuna, skerið hvítlaukinn og bætið honum á pönnuna, steikið létt. Skerið tómatana í minni bita og bætið þeim á pönnuna ásamt passata sósu og tómatpúrru.
- Kryddið með oreganó, salt, pipar, þurrkuðu chillí og grænmetiskrafti, leyfið að malla í smástund saman.
- Berið fram saman með fersku basil, parmesan osti og hágæða ólífu olíu.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!