Linda Ben

Eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi með SS

Eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur sem þú átt eftir að elska!

Það tekur um það bil 15 mín að smella í þennann gómsæta núðlurétt með nautaþynnum og fullt af grænmeti. Nautaþynnurnar eru frábær nýjung frá SS sem er svo ótrúlega sniðug í marga rétti. Þetta er hágæða nautakjöt sem er skorið örþunnt svo það tekur enga stund að elda það. Þær eru líka sniðugar í aðra rétti eins og til dæmis nautapítur, pottrétti og fleira skemmtilegt.

Til að gera þennan núðlurétt byrjar maður á því að smella saman í sósuna og sker svo niður grænmetið. Grænmetinu smellir maður í suðu í örfáar mínútur til að flýta fyrir elduninni á meðan maður steikir kjötið. Svo smellir maður grænmetinu á pönnuna með kjötinu og hellir sósunni yfir. Bætir svo soðnu núðlunum yfir, dreifir örlítið af vorlauk og sesamfræjum yfir og þá er rétturinn tilbúinn.

eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

Eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

  • Eggjanúðlur, 3 búnt
  • 400 g Nautaþynnur frá SS
  • 1/2 haus brokkolí
  • 1/2 rauð paprika
  • 3 gulrætur
  • 1 msk sesam olía
  • 1/3 vorlaukur
  • 1 msk sesamfræ

Sósa:

  • 5 msk soja sósa (með litlu salti)
  • 3 msk ostrusósa
  • 1 1/2 msk tómatsósa
  • 3 stk hvítlauksgeirar
  • Engifer, u.þ.b. 4 cm
  • 1 msk hvítvínsedik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa sósuna með því að setja sojasósu, ostrusósu og tómatsósu í skál. Pressið hvítlauksgeirana út í og rífið engiferið út í með rifjárni. Bætið einni hvítvínsedikinu út í og hrærið öllu saman.
  2. Setjið vatn í pott og náið upp suðu.
  3. Skerið brokkolíið í smærri bita og gulræturnar í strimla, smellið því ofan í pottinn í ca. 5 mín.
  4. Á meðan setjið þið sesam olíu á pönnu og steikið nautakjötið þar til það er byrjað að brúnast.
  5. Á meðan skerið þið papriku niður í strimla og bætið henni út á pönnuna, takið brokkolíið og gulræturnar upp úr pottinum og setjið á pönnuna, steikið saman.
  6. Slökkvið undir vatninu og setjið núðlurnar ofan í sjóðandi heitt vatnið, losið um núðlurnar mep gaffli og látið standa í 3-4 mín (aðferð getur verið mismunandi eftir tegundum svo lestu leiðbeiningarnar á núðlu pakkningnunni til öryggis).
  7. Hellið sósunni á pönnuna og hrærið, bætið svo núðlunum út á, hrærið öllu saman.
  8. Skerið vorlaukinn smátt niður og dreifið yfir núðlurnar ásamt sesamfræjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

eldsnöggar nauta og grænmetisnúðlur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5