Linda Ben

Espresso mústíni súkkulaðimús

Recipe by
1 1/2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 6 glös

Espresso martíni súkkulaðimús.

Silkimjúk dökk súkkulaðimús með espresso, rjóma og kakó, að sjálfsögðu borin fram í fallegum kokteilglösum eins og alvöru espresso martini.

Þetta er alveg dásamlegur eftirréttur sem allir espresso martini aðdáendur eiga eftir að elska!

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso martíni súkkulaðimús

Espresso mústíni súkkulaðimús

  • 4 egg
  • 70 g sykur
  • 800 ml rjómi (skipt í 250 ml, 500 ml og 300 ml)
  • 300 g Síríus suðusúkkulaði 70% dökkt
  • 1 1/2 msk instant kaffidufti (t.d. nescafé)
  • Kakóduft og kaffibaunir sem skraut

Aðferð:

  1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman í um 3 mínútur þar til blandan verður létt og loftmikil.
  2. Setjið 250 ml rjóma í pott ásamt instant kaffiddufti og hitið hann vel, en ekki sjóða hann. Hrærið í pottinum þar til kaffið hefur samlagast rjómanum.
  3. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.
  4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita (passið að láta ekki sjóða). Hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar og umfang blöndunnar hefur minnkað um helming. Passið að sjóða blönduna alls ekki því þá getur hún hlaupið í kekki.
  5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við eggjablönduna. Líka hægt að brjóta súkkulaðið beint út í eggjablönduna og bræða það í blöndunni. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1 klst.
  6. Þeytið 500 ml rjóma og blandið honum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
  7. Skiptið súkkulaðimúsinni á milli í kokteilglös, ekki fylla glösin alveg heldur skiljið eftir smá pláss fyrir rjóma. Sléttið alveg úr súkkulaðimúsinni með lítilli spatúlu eða bakhlið á skeið.
  8. Þeytið 300 ml rjóma og setjið í glösin svo þau fyllist. Sléttið úr með spatúlu eða hníf.
  9. Sigtið yfir pínulítið af kakói og skreytið með kaffibaunum.

Aðferð:

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Espresso martíni súkkulaðimús

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5