Ferskt pastasalat með eplum og ferskum mosarella er algjör lúxus grænmetisréttur.
Ferski mosarella osturinn og kapersið setja punktinn yfir i-ið og gerir þetta pastasalat svo frábrugðið örðum.
Það er best að skera hráefnin öll frekar smátt niður og blanda þessu öllu vel saman í skál, reyna ná sem flestum af hráefnunum á gaffalinn til að hver biti verði að bragðsprengju.
Ljúffenga tómat dressingin frá Nicolas Vahé fæst til dæmis hér og í völdum verslunum um land allt.
Ferskt pastasalat með grænmeti, eplum og tómat dressingu
- 300 g pasta skrúfur
- 1 sæt kartafla
- 2 msk ólífu olía
- Salt
- 100 g grænkál
- 250 g kirsuberja tómatar
- 2 lítil epli eða 1 stórt
- 1 msk kapers
- 1 lúka fersk steinselja
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 mozzarella ostur
- Tómat dressing frá Nocolas Vahé
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir.
- Flysjið kartöfluna og skerið hana í teninga. Setjið í eldfast mót, setjið ólífu olíu yfir og saltið. Bakið inn í ofni í 30 mín eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn.
- Á meðan sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Takið harða hlutann af stilkinum á grænkálinu frá og skerið það svo í litla bita. Skerið tómatana í helminga. Skerið eplin í þunnar sneiðar. Skerið steinseljuna smátt niður. Blandið öllu saman í stóra skál ásamt kapersinu, pressið hvítlaukinn út á og hellið helmingnum af pasta dressingunni yfir.
- Þegar kartöflurnar og pastað er tilbúið bætið því þá út á skálina og blandið saman, setjið meira af dressingunni eftir smekk.
- Skerið niður mozzarella ostinn og dreifið yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: