Fiski taco með fersku hrásalati og mangó sýrðum rjóma
Þetta fiskitaco eru einn af þeim réttum sem koma manni alltaf jafn skemmtilega á óvart og er alveg svakalega góður. Ferkst, hollt og einstaklega ljúffengt.
Hér nota ég Besti bitinn þorskhnakka frá Samherja en það eru hágæða þorskhnakkabitar þar sem aðeins bestu þorskhnakkabitarnir eru valdir í vöruna. Þorskurinn er veiddur í íslenskum sjó úr sjálfbærum fiskistofnu.
Þorskhnakkarnir eru unnir (skornir) í hátæknivinnslum Samherja á Dalvík og Akureyri. Hverjum bita er pakkað sérstaklega í lofttæmdar umbúðir þannig að varan er einstaklega aðgengileg og hentug til matreiðslu hvort sem elda á einn bita eða fleiri. Pökkunin tryggir einnig gæði bitanna við geymslu og gerir uppþíðingu mjög einfalda.
Allt saman tryggir þetta að fiskurinn haldi ferskleika, áferð og bragði til fullkomnunar.
Það sem gerir þessa vöru líka svo einstaklega þægilega er hversu fljótlegt er að elda hana. Þú kaupir þorskhnakkana frosna út í búð og þeir taka aðeins um 20 mínútur að afþíða ef þú setur þá í fat með köldu vatni. Engin fyrirhöfn, bara einstök gæði sem finnst svo sannarlega á bragði og áferð.
Þú finnur Besti bitinn þorskhnakkana í öllum helstu matvöruverslunum landsins.
Hér eru þeir hjúpaðir í létt kryddaðum hveitihjúp, steiktir upp úr smjöri og bornir fram í heitum vefjum með fersku hrásalati, silkimjúkri mangósósu með sýrðum rjóma og ferskum kóríander.
Léttur, ferskur og ótrúlega góður réttur sem hentar jafnt á virkum dögum sem þegar þú vilt gera eitthvað aðeins extra gott.





Fiski taco með fersku hrásalati og mangó sýrðum rjóma
- Þorskhnakkar Besti bitinn frá Samherja 4×125 g bitar
- U.þ.b. 50 g smjör
- Hveitihjúpur (uppskrift hér fyrir neðan)
- Ferskt hrásalat (uppskrift hér fyrir neðan)
- Mangósósa (hægt að kaupa tilbúna eða gera sjálf, uppskrift hér fyrir neðan)
- 8 litlar vefjur
- Ferskur rauðu chillí (má sleppa)
Hveitihjúpur
- 2 msk hveiti
- 1 msk paprikukrydd
- 2 tsk cumin
- 1 tsk chillíkrydd
- 1 tsk salt
- 1 egg
Ferskt hrásalat
- 1/4 rauðkálshaus
- 1/2 hvítkálshaus
- 2 gulrætur
- 1 lime
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk hvítvínsedik (eða annað bragðmilt edik)
- 15 g kóríander
Mangósósa
- 1 mangó (líka hægt að nota frosið mangó, u.þ.b. 2 dl)
- 2 dl sýrður rjómi
- Salt
Aðferð:
- Takið þorskhnakkana úr frysti og leggið í fat með köldu vatni, látið afþyðna, tekur u.þ.b. 20 mín.
- Á meðan þorskhnakkarnir eru að afþyðna, útbúið hrásalatið og sósuna.
- Skerið rauðkálið, hvítkálið og gulræturnar niður í þunna strimla, mjög þægilegt að nota mandolín hér. Setjið allt saman í skál og kreystið limesafa yfir, saltið, bætið edikinu út á og skerið kóríanderið út á líka, blandið öllu vel saman.
- Skerið ferska rauða chillíinn í örþunnar sneiðar.
- Flysjið mangóið og skerið í bita, setjið í blandara þar til orðið að mauki, bætið sýrða rjómanum út í og saltið.
- Setjið í eina skál hveiti, paprikukrydd, cumin, chillíkrydd og salt, hrærið öllu saman.
- Setjið egg í aðra skál og hrærið það saman.
- Takið einn þorskhnakkabita og veltið honum upp úr eggi á báðum hliðum, takið hann svo upp úr eggjaskálinni og setjið hann í hveiti skálina og veltið honum vel upp úr hveitinu svo hann hjúpist alveg í hveiti. Endurtakið fyrir hina þorskhnakkabitana.
- Steikið þorskhnakka upp úr smjöri á báðum hliðum þar til eldaðir í gegn.
- Hitið vefjurnar á pönnu og setjið svo sósu á þær. Setjið vel af hrásalti á hverja vefju, skerið þorskhnakkana í u.þ.b. 3-4 bita hvern bita og setjið á vefjurnar.
- Setjið meiri sósu yfir, meira af fersku kóríander og chillí sneiðar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar









