Linda Ben

Fiskibollur í kornflexraspi á 10 mín

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 3-4 manns

Fiskibollur í kornflexraspi á 10 mín sem bragðast frábærlega.

Fljótlegar og afbragðs góðar fiskibollur sem maður kaupir tilbúnar í Bónus. Fiskibollurnar frá SS eru mjúkar og mildar á bragðið og fornflexraspurinn gefur þeim skemmtilega stökka áferð að utan.

Á mínu heimili er það klassíkin sem gildir þegar bornar eru fram fiskibollur og því kom ekki annað til greina en að hafa soðnar kartöflur og remúlaði með bollunum. Það er ástæða fyrir því að klassíkin er klassík eins og ég segi stundum, hún er góð og bara klikkar ekki.

 

Fiskibollur í kornflexraspi

Fiskibollur í kornflexraspi

Fiskibollur í kornflexraspi

Fiskibollur í kornflexraspi

Fiskibollur í kornflexraspi

Fiskibollur í kornflexraspi á 10 mín

  • 700 g Fiskibollur í kornflexhjúp frá SS
  • 500 g kartöflur (ég nota forsoðnar)
  • Klettasalat
  • Remúlaði

Aðferð:

  1. Afþýðið fiskibollurrnar.
  2. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar í gegn og flysjið þær. Ef þið notið forsoðnar kartöflur er nóg að láta þær sjóða í 5 mín.
  3. Á meðan kartöflurnar eru að sjóða, kveikið á ofninum, stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  4. Raðið bollunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10 mín. Ef bollurnar eru ennþá frosnar þá hafiði þær lengur í ofninum eða þar til þær eru heitar í gegn.
  5. Berið fram með klettasalati og remúlaði.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Fiskibollur í kornflexraspi

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5