Linda Ben

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa

Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð en hún er líka þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið og virkar sem algjör flensubani. Hún inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða.

Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott.

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Flensubana Kjúklinganúðlusúpa

Flensubana kjúklinganúðlusúpa

  • 3 kjúklingabringur
  • 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt)
  • 1 msk kjúklingakryddblanda
  • 1 laukur
  • 3 sellerístilkar
  • 1 1/2 rauð paprika
  • 5 gulrætur
  • 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt)
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 líter vatn
  • 400 ml kókosmjólk
  • 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1 tsk paprikukrydd
  • Salt & pipar
  • 125 g eggjanúðluur
  • Sprettur baunaspírur frá Vaxa

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurirnn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum.
  2. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið.
  3. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Takið töfrasprota og maukið súpuna.
  4. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar.
  5. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín.
  6. Berið fram með sprettum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5