Fljótlegar fylltar taco paprikur sem eru afskaplega bragðgóðar og matarmiklar.
Fljótlegar fylltar taco paprikur
- 6 paprikur
- Ólífu olía
- Salt
- 1 laukur
- 1 lítill hvítlaukur eða 1-2 hvítlauksrif
- 400 g svartar baunir í dós
- 400 g gular baunir í dós
- 400 g hakkaðir tómatar í dós
- 125 g hrísgrjón
- 2 msk taco kryddblanda
- 150 g kryddostur með hvítlauk frá Örnu Mjólkurvörum
- Salt og pipar eftir smekk
- Grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
- Ferskt kóríander (nota helst en má sleppa eða skipta út fyrir annað eins og ég gerði)
Aðferð:
- Sjóðið hrísgrjónin
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir.
- Skolið paprikurnar, skerið í tvennt og hreinsið fræin úr. Helið örlítið af ólífu olíu yfir paprikurnar og saltið, bakið inn í ofni í u.þ.b. 7 mín.
- Á meðan paprikurnar eru inn í ofninum skerið þá laukinn niður og hvítlaukinn, steikið, bætið svo baununum, hrísgrjónunum og hökkuðu tómötunum út á pönnuna, kryddið með taco kryddi.
- Rífið ¾ af hvítlauks kryddostinum út á pönnuna og blandið saman við, smakkið til með salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.
- Setjið fyllinguna inn í paprikurnar og rífið restina af kryddostinum yfir.
- Leggið álpappír yfir og bakið áfram inn í ofni í u.þ.b. 10 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast.
- Berið fram með dropa af grísku jógúrti og kóríander.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: