Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn, hann er svo fljótlegur og góður.
Maður þarf lítið sem ekkert að hugsa á meðan hann er útbúinn, bara skella hráefnunum ofan í eldfast mót, setja inn í ofn og láta matinn elda sig sjálfann.
- 1 stór sæt kartafla
- heill stór poki af spínati
- 4 kjúklingabringur
- salt
- pipar
- kjúklingakrydd
- 1 krukka fetaostur
- 2 lúkur ritz kex, brotið
Aðferð:
- Stillið ofninn á 200°C.
- Flysjið kartöfluna og skerið niður í litla búta. Setjið í stórt eldfast mót.
- Skolið spínatið og setjið það yfir sætu kartöflurnar.
- Steikið kjúklinginn létt, kryddið hann með salt, pipar og kjúklingakryddi. Setjið kjúklinginn svo yfir spínatið.
- Dreyfið fetaostinum yfir kjúklinginn.
- Myljið ritz kexið yfir kjúklinginn.
- Setjið kjúklinginn inn í ofn og bakið í 40 mín.
Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: