Hér höfum við frosna súkkulaðihjúpaða skyr og bananabita sem eru svo góðir!
Maður byrjar á því að skera bananann í bita og blanda saman við þá góðu skyri, ég valdi nýja hafraskyrið frá Veru Örnudóttir sem er með appelsínu og engiferbragðinu. Svo smellir maður blönduni í bita á smjörpappír, hver biti er u.þ.b. 1 msk, og setur í frysti. Svo hjúpar maður bitana í dökku súkkulaði.
Bitarnir geymast best í frysti, þeir eru góðir bæði beint úr frystinum en það er líka mjög gott að leyfa þeim að standa við stofuhita í u.þ.b. 30 mín til að fá þá mjúka.
Frosnir súkkulaðihjúpaðir skyr og bananabitar (ofnæmisvænt+vegan)
- 150 g hafraskyr með appelsínu og engifer frá Veru Örnudóttir
- 1 banani
- 200 g 70% súkkulaði
Aðferð
- Skerið bananana í bita og setjið í skál ásamt hafraskyrinu, blandið saman varlega.
- Setjið blöduna á smjörpappír, hver biti er u.þ.b. 1 msk af blöndu. Setjið í frysti og frystið í a.m.k. 1 klst.
- Bræðið 100 g af súkkulaðinu yfir vatnsbaði, þegar það hefur bráðnað takið það þá upp úr vatnsbaðinu. Brjótið þá hin 100 g ofan í brædda súkkulaðið og hrærið þar til allt hefur bráðnað saman.
- Hjúpið skyrbitana í súkkulaði og leyfið súkkulaðinu að stirðna.
- Bitarnir geymast í ískáp í u.þ.b. 2 sólahringa en mikið lengur í frysti. Gott er að taka þá úr frysti u.þ.b. 30 mín áður en maður borðar þá.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar