Þessi ostabakki er einstaklega jólalegur og ljúffengur. Laufabrauð kemur í staðin fyrir hefðbundið kex en það er eitt best geymda leyndarmál þjóðarinnar hversu vel ostar og laufabrauð passa saman. Hangikjöt, mandarínur, graflax og lúxus ostar koma manni svo ennþá betur í rétta jólaandann.
Það jafnast afar fátt við góðan ostabakka í forrétt að mínu mati. Ég alveg elska að narta í svona fallegan bakka á meðan eldað er, það skapast alltaf svo skemmtileg stemming í eldhúsinu.
Það sem mér finnst mikilvægt þegar ég raða saman ostabakka er að hafa kjötmeti, nokkra mismunandi osta, kex og eitthvað ferskt með. Þegar ég segi mismunandi osta þá horfi ég á hvernig áferðin á þeim er og bragðið. Ég kaupi harðann ost, mjúkann, bragðsterkan og mildan.
Það vita það ekki margir að laufabrauð hentar alveg frábærlega með ostum og ég mæli með að þú smakkir!
Jóla ostabakki – forréttur með laufabrauði
Ostar:
- Prima donna mature
- Gráðostur sem hefur legið í rauðvíni
- Saint Albray rauðmyglu ostur
- Gullostur
- Ruscello ostur með furuhnetum og oreganó
Kjöt:
- Hráskinka
- Hangikjöt (þykk skornar sneiðar í bitum)
- Hátíðar graflax
- Hreindýra pate
Ávextir/Ber:
- Mandarínur (með eða án laufa)
- Brómber
- Jarðaber
Laufabrauð brotið í 3-4 bita
Graflax sósa
Hindberjasulta
Rósmarín
Aðferð:
- Skerið kjötmetið í bitastóra bita og raðið á stóran platta eða bakka ásamt öllum öðrum hráefnum.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben