Linda Ben

Grænmetis spagettíréttur eldaður í einum potti

Recipe by
35 mín
Prep: 10 mín | Cook: 25 mín | Servings: 4 manns

Þessi einfaldi grænmetisréttur er ríkur af þéttu og góðu bragði af öllu grænmetinu og kryddum. Algjört lostæti sem auðvelt er að útbúa fyrir lítinn pening.

_MG_8934

_MG_8935

_MG_8943

_MG_8949

Grænmetis spagettí réttur eldaður í einum potti

  • Laukur
  • 1,5 box af sveppum
  • 1 gul paprika
  • ¼ tsk chilli flögur
  • salt og pipar
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 600 ml grænmetissoð
  • 300 g spagettí
  • 200 g spínat
  • parmesan ostur

Aðferð:

  1. Skerið laukinn, sveppina og paprikuna niður í frekar smáa bita, steikið grænmetið á djúpri pönnu  eða potti við meðal láan hita í um það bil 5 mín. Kryddið grænmetið með chilli flögum, salti og pipar.
  2. Hellið tómötunum og soðinu út í pottinn, hrærið saman og setjið pastað út í, setjið lokið á og sjóðið.
  3. Þegar spagettíið hefur soðið í um það bil 5 mín, setjiði þá spínantið út ofan í pottinn, sjóðið saman þangað til spagettíið er tilbúið.
  4. Rífið parmesan ost yfir réttinn og berið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Fylgistu með á Instagram!

_MG_8942

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5