Linda Ben

Grænn ofurdrykkur

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa

Grænn ofurdrykkur

Þessi græni ofurdrykkur er eins og vítamínskot í glasi – ferskur, léttur og fullur af góðum næringarefnum. Sellerí, agúrka, engifer og grænt epli gefa drykknum kraft og hreinsandi ferskleika. Baby leaf frá Vaxa er svipað og spínat nema bragðbetra er stútfullt af næringarefnum. Myntan og safinn úr sítrónunum gefur drykknum gott og ferskt bragð með smá súru kikki sem lyftir drykknum upp á næsta stig.

Fullkominn morgun- eða millimáladrykkur þegar þú vilt byrja daginn vel, hressa þig upp eftir æfingu eða bara gera eitthvað gott fyrir líkama og sál.

Vaxa er ísleskt grænmeti sem er ræktað án allra auka og eiturefna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er algjör óþarfi að skola vörurnar frá Vaxa áður en maður borðar þær þar sem þær eru náttúrulega alveg hreinar.

Grænn ofurdrykkur

Grænn ofurdrykkur

Grænn ofurdrykkur Grænn ofurdrykkur

Grænn ofurdrykkur

  • 4-5 sellerístilkar
  • 1 agúrka
  • 50 g engifer
  • 1 grænt epli
  • 50 g Babyleaf frá Vaxa
  • 15 g mynta frá Vaxa
  • Safi úr 2 sítrónum

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í blandara og blandið þar til orðið að drykk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5