Linda Ben

Gríðarlega góðar nautakjöts núðlur á 20 mín

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa | Servings: 4 manns

Gríðarlega góðar nautakjöts núðlur á 20 mín sem öll fjölskyldan á eftir að elska.

Þessar nautakjötsnúðlur eru mjög einfaldar að útbúa og fljótlegar að gera. Stútfullar af hollu og góðu grænmeti sem nærir líkamann okkar á sama tíma og bragðlaukarnir gleðjast.

Baby leaf salatið frá Vaxa er svo ótrúlega gott og nota ég það mjög mikið í allskyns matargerð. Til dæmis í pasta og núðlurétti, í smoothieana mína, í klassísk salöt og vefjur.

Vaxa er ótrúlega flott íslenskt fyrirtæki sem ég er svo stollt af vera að vinna með. Það sérhæfir sig í að rækta ferskt, næringarríkt, gæða grænmeti í hreinu umhverfi án varnar- og eiturefna. Það er því engin þörf á að skola grænmetið áður en maður borðar það.

Ræktunarstöð Vaxa er á höfuðborgarsvæðinu og því stuttur akstur með vörurnar í margar búðir á höfuðborgarsvæðinu og því kolefnisfótspor varanna lítið. Það þýðir líka að vörunar sem við erum að kaupa í búðunum eru eins ferskar og þær gerast. Þær endast því lengur þegar heim er komið og eru næringarríkari.

Þú finnur Vaxa í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup.

Gríðarlega góðar Nautanúðlur á 20 mín

Gríðarlega góðar Nautanúðlur á 20 mín

Gríðarlega góðar Nautanúðlur á 20 mín

Gríðarlega góðar nautakjöts núðlur á 20 mín

Nautakjötið

  • 600 g nautakjöt (ég skar mínútusteikur í litla bita)
  • 2 tsk soja sósa
  • 1 tsk kornsterkja (maizenamjöl)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk sykur
  • Salt og pipar
  • 2 msk steikingarolía

Núðlurétturinn

  • 2 msk steikningarolía
  • 1 rauð paprika
  • 1 búnt vorlaukur
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 100 g babykeaf frá Vaxa
  • 15 g kóríander frá Vaxa
  • 300 g hrísgrjónanúðlur

Sósan

  • 2 msk soja sósa
  • 2 msk ostru sósa
  • 1 msk sesam olía
  • 1 tsk sykur
  • Safi úr 1 sítrónu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa nautakjötið með því að skera það í litla bita og setja í skál ásamt soja sósu, kornsterkju, matarsóda, sykrri, salt og pipar og 1 msk steikingarolíu. Blandið öllu saman og leyfið að standa í 5 – 15 mín. Steikið svo upp úr meiri steikingarolíu þar til eldað í gegn. Setjið á disk og geymið. Ekki þrífa pönnuna.
  2. Skerið grænmetið paprikuna í strimla, skerið vorlaukana í 3-4 hluta hvern og setjið á pönnuna með steikingarolíu og bætið baby leafinu einnig út á pönnuna þegar grænmetið er aðeins byrjað að mýkjast.
  3. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  4. Setjið nautakjötið á pönnuna og rífið hvítlaukinn út á pönnuna líka. Blandið öllu vel saman.
  5. Útbúið sósuna með því að setja soja sósu, ostru sósu, sesam olíu, sykur og sítrónusafa í skál og hræra saman.
  6. Hellið vatninu á núðlurnar og setjið á pönnuna ásamt sósunni og blandið öllu vel saman. Rífið kóríander yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Gríðarlega góðar Nautanúðlur á 20 mín

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5