Grillað lambafille með sellerírótarmauki.
Ég verð að fá að mæla með sælkerasteikar lambafilleinu en það er í alveg guðdómlega góðri marineringu, einstaklega mjúkt og gott, fullkomið á grillið.
Þessi sellerírótarmús er ótrúlega góð með kjötinu og ég mæli með að prófa hana með kjötinu.
Grillað lambafille með sellerírótarmauki
- Sælkerasteik lambafille
- 1 sellerírót
- 1 shallotlaukur
- Ólífu olía
- 250 ml rjómi
- Salt
- Pipar
Aðferð:
- Skerið í fitulagið á lambafille-inu um leið og þið takið það úr kæli. Skerið fitulagið í tígla en passið að skera ekki niður í kjötið. Leyfið kjötinu að ná stofuhita áður en þið byrjið að elda það, gott að miða við a.m.k. 2 klst.
- Skolið sellerírótina og skrælið hana, skerið í bita.
- Skerið laukinn niður.
- Setið ólífu olíu í pott og steikið laukinn og sellerírótina, bætið rjómanum út á og kryddið með salti og pipar. Eldið þar til rótin er orðin mjúk í gegn. Setjið í blandara og maukið.
- Grillið lambafille fyrst með fitulagið niður og snúið því svo reglulega á grillinu þar til það mælist 56°C í miðjunni með kjöthitamæli. Takið þá af grillinu og látið standa í 10 mín áður en það er skorið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: