Linda Ben

Grillaðar risarækjur, marineraðar upp úr hvítlaukssmjöri

Þessi rækjuréttur er alveg æðislega bragðgóður. Mér þykir risarækjur alveg æðislega góður matur. Ég elska hvernig kjötið af þeim er þétt og bragðið er bara svo gott! Smjör og hvítlaukur er svo blanda sem var örugglega sköpuð í himnaríki og er algjör klassík, nánast ekki hægt að mistakast með þessi tvö hráefni saman. Ég vona svo sannarlega að þið prófið þennan rétt!

Hvítlauks smjör grillaðar risarækjur

Hægt er að bera þennan rétt fram sem forrétt fyrir 4 mann og hafa þá ferskt salat með, eða sem léttan kvöldmat fyrir 2 og bera þá fram með grilluðu brokkolíi og hrísgrjónum.

  • 350 g risarækjur
  • 150 smjör
  • börkur af 1 sítrónu
  • 3 hvítlauks geirar
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • Kóríander
  • Safi úr sítrónu eftir smekk

_MG_1186

  1. Leggið 6 grillpinna í vatn, þetta er gert svo það kveikni síður í þeim á grillinu.
  2. Bræðið smjörið við vægan hita í potti.
  3. Rífið börkinn af sítrónunni og setjið út í smjörið.
  4. Skerið hvítlauksgeirana smátt niður og setjið út í smjörið.
  5. Skerið um það bil 1 msk af fersku kóríander og setjið i smjörið.
  6. Kryddið með salt og pipar og blandið öllu saman.
  7. Setjið 3 rækjur á hvern grullpinna.
  8. Penslið rækjurnar með kryddsmjörinu, skiljið 1/3 af kryddsmjörinu eftir. Leyfið að marinerast í 30 mín.
  9. Grillið rækjurnar á vægum hita í 3 mín á hvorri hlið.
  10. Takið rækjurnar af pinnunum og setjið á disk.
  11. Hellið restinni af kryddsmjörinu yfir rækjurnar.
  12. Kreistið sítrónu yfir eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Hvítlauks smjör grillaðar risarækjur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5