Linda Ben

Grillaður ananas með ís

Þetta er sumarlegur eftirréttur sem allir geta notið.

Ég marineraði ananasinn upp úr púðursykri og rommi sem kom æðislega vel út en ef þið viljið ekki nota romm þá er ekkert mál að skipta því út fyrir ananassafa.

Grillaður ananas með kókosís

Grillaður ananas með kókos ís, uppskrift:

  • Ananas skorin í 1 cm þykkar sneiðar
  • Ís
  • ½ dl – 1 dl púðursykur (má sleppa)
  • 1 dl romm (ananassafi ef rétturinn á að vera óáfengur)
  • 1 dl stórar kókosflögur

Grillaður ananas með kókosís

Aðferð:

  1. Skerið ananasinn í 1 cm þykkar sneiðar og skerið börkinn af.
  2. Í skál blandið þið saman púðursykri og rommi.
  3. Leggið ananas sneiðarnar í fat og hellið leginum yfir, látið standa í 30 mín og snúið ananasnum reglulega svo hann marinerist á báðum hliðum.
  4. Kveikið á grillinu og stillið á miðlungs hita.
  5. Ristið kókosflögurnar á pönnu og látið brúnast örlítið.
  6. Gott að taka ísinn úr frystinum hér til þess að hann sé ekki of frosinn þegar á að fara nota hann.
  7. Grillið ananasinn í um það bil 5 mín eða þangað til hann er orðinn heitur í gegn og aðeins byrjaður að brúnast.
  8. Raðið saman á disk ananas, ís og kókosflögum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Grillaður ananas með kókosís

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5