Linda Ben

Grilluð túnfisksamloka með bræddum osti

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Grilluð túnfisksamloka með bræddum osti.

Stundum er einfaldleikinn bestur – sérstaklega þegar hann bragðast svona vel!  Þessi grillaða túnfisksamloka með bræddum osti er algjörlega ómótstæðileg, stökk að utan en mjúk og bragðmikil að innan. Túnfiskur, harðsoðin egg, paprika, kóríander og majónes skapa ferskt og djúsí salat sem bráðnar svo saman við ostinn á pönnunni.

Súrdeigsbrauðið gefur samlokunni fallegt bit og smjörið á ytra borðinu tryggir gullinbrúna og stökka skel. Fullkomin samloka í hádegismatinn, nesti eða þegar þú þarft eitthvað fljótlegt og ótrúlega gott.

Grilluð túnfisksamloka  Grilluð túnfisksamloka

Grilluð túnfisksamloka

Grilluð túnfisksamloka með bræddum osti

  • 2 sneiðar súrdeigsbrauð (ég nota frá Pagen)
  • 4 egg
  • 1 dós Ora túnfiskur bitar í vatni
  • 1 rauð paprika
  • 1/2 laukur
  • 15 g kóríander
  • 2 kúfaðar msk mæjónes
  • Sítrónupipar
  • Salt
  • Ostur
  • Smjör

Aðferð:

  1. Byrjið á því að harðsjóða eggin, kæla þau og skera í litla bita. Setjið í skál.
  2. Hellið vatnið af túnfisknum í dósinni og setjið einnig í skálina.
  3. Skerið papriku, lauk og kóríander smátt niður og bætið í skálina ásamt majónesi, sítrónupipar og salti. Blandið öllu vel saman.
  4. Smyrjið tvær brauðsneiðar með smjöri. Setjið túnfiskasalat og ost á brauðið (ekki á smjörhliðarnar, þær eiga að snúa út).
  5. Steikið brauðið á pönnu við meðalhita þar til brauðsneiðarnar hafa brúnast og osturinn bráðnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Grilluð túnfisksamloka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5