Linda Ben

Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís “rifum”

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Muna | Servings: 4 manns

Núna er rétti tíminn til að taka fram grillið og grilla eitthvað hollt og ljúffengt.

Þessi uppskrift er æðislega góð. Ljúffengur kryddmarineruð kjúklingalæri og maís “rif” sem er kryddaður skorinn maís. Sósan er svo einstaklega ljúffeng köld kóríander sítrónu sósa sem smellpassar með grillmatnum. Ég er viss um að þér eigi eftir að líka vel við þennan rétt.

Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís "rifum" Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís "rifum"

Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís "rifum"

Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís “rifum”

Grilluð kjúklingalæri

  • 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2-3 msk steikingarolía frá Muna
  • 1 tsk túrmerik frá Muna
  • 1/2 tsk caylon kanill frá Muna
  • 1 msk paprikukrydd
  • 1/2 tsk þurrkað chilí krydd
  • 1 tsk cumin krydd
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 cm engifer

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingalærin í skál og hellið yfir þau steikingarolíu.
  2. Setjið túrmerik, kanil, paprikukrydd, chilí, cumin, salt og pipar í skálina.
  3. Rífið hvítlauksgeirana út í og engiferið. Blandið öllu vel saman þannig að kryddið hjúpar öll kjúklingalærin. Leyfið að marinerast í 30-60 mín.
  4. Grillið kjúklinginn á grillinu þar til hann er eldaður í gegn.

Maís “rif”

  • 4 maísstönglar
  • 2-3 msk ólífu olía frá Muna
  • 1 tsk papriku krydd
  • 1/4 tsk cayenne krydd
  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Hreinsið laufin og hárin á maís stönglunum, skerið ca 1/2 cm af breiðari endanum til að gera hann beinann svo hægt sé að láta maísstöngulinn standa upp á rönd. Með maístöngulinn standandi á skurðarbrettinu skerðu hann langsum (það er mjög erfitt að skera maís langsum á hlið, þess vegna er betra að gera þetta svona). Skerðu stönglana aftur langsum svo hver stöngull sé skorinn í 4 hluta.
  2. Setjið maísstöngglana í skál. Í aðra skál setjiði olíu og krydd, blandið saman og hellið svo yfir maísstönglana, blandið saman svo þeir hjúpist allir í kryddinu.
  3. Grillið í u.þ.b. 20 mín eða þar til maísinn er orðinn mjúkur.

Köld kóríander og sítrónu sósa

  • 2 dl mæjónes
  • U.þ.b. 10 g ferskt kóríander (hálft búnt eða u.þ.b. 1 lúka)
  • Börkur af 1/2 sítrónu
  • Safi úr 1/4 sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Salt og pipar

Aðferð:

  • Setjið mæjónes í skál.
  • Skerið kóríander smátt niður og setjið í skálina.
  • Rífið sítrónubörk í skálina og kreystið smá sítrónusafa líka.
  • Rífið hvítlauksgeira í skálina og kryddið með salti og pipar.
  • Blandið öllu saman.

Bakaðar kartöflur

  • 4 bökunarkartöflur (mæli með forsoðnum)

Aðferð:

  1. Klæðið bökunarkartöflurnar í álpappír og grillið í u.þ.b. 1 1/2 klst ef þær eru ferskar eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Ef þær eru forsoðnar þá u.þ.b. 20-30 mín. Snúið reglulega.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Grilluð úrbeinuð kjúklingalæri með grilluðum maís "rifum"

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5