Ef þú ert að leita þér að einhverju skemmtilegu til að prófa til dæmis í morgunmat, hádeigismat eða hvenær sem er þá mæli ég með að prófa þessa gulrótaköku-hafraböku.
Hafrabaka er bakaður hafragrautur eins og nafnið gefur til kynna. Það er rosalega einfalt að útbúa hana og fljótlegt. Áferðin minnir á köku og bragðast bakan alveg dásamlega, eins og gulrótarkaka.
Gulrótaköku-hafrabaka
- 200 g gróft haframjöl
- 1 tsk kanill
- 1/2 tsk engifer krydd
- 2 msk hörfræ
- 1/2 tsk salt
- 200 g grísk jógúrt með karamellu og perum frá Örnu Mjólkurvörum + meira til að bera fram með bökunni.
- 2 egg
- 2 1/2 dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
- 2-3 msk hlynsíróp
- 50 g kókosolía (brædd)
- 60 g pekanhnetur
- 25 g kókosmjöl
- 2 gulrætur
- 1 dl rúsínur (má sleppa)
- Fersk bláber
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Blandið saman haframjöli, kanil, engiferi, hörfræjum og salti.
- Í aðra skál blandið saman grísku jógúrti, eggjum, mjólk, hlynsírópi og kókosolíu. Blandið því saman við þurrefnablönduna, hrærið þar til samlagað.
- Rífið gulræturnar niður með rifjárni og blandið þeim út í deigið ásamt söxuðum pekanhnetum og rúsínum.
- Smyrjið form sem er 24 cm í þvermál (eða ílíka stórt) með kókosolíu. Setjið deigið í formið og leyfið því að taka sig í 5 mín áður en þið setjið inn í ofn. Bakið í 25-30 mín, takið út úr ofninum og leyfið bökunni að hvíla í 10 mín áður en það er skorið í hana.
- Berið fram með grísku jógúrti og bláberjum
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: