Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu
- 4 lamba skankar
- Salt og pipar
- Steikingarolía
- 1 rauðlaukur
- 6 frekar litlar ísl gulrætur
- 100 g sveppir
- 1 paprika
- 7-8 hvítlauksgeirar
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 kúfuð tsk tómatpúrra
- 2 dl bragðmikið rauðvín
- 1 l vatn
- 3 tsk fljótandi nautakraftur
- 3 tsk fljótandi kjúklingakraftur
- 3 greinar ferskt timjan
- 6 greinar ferskt rósmarín
Aðferð:
- Kryddið lambaskankana með salti og pipar, steikið á heitri djúpri pönnu/potti upp úr olíu á öllum hliðum til að loka kjötinu. Takið kjötið af pönnunni.
- Skerið rauðlaukinn og steikið létt, skerið gulræturnar niður og bætið þeim á pönnuna, skerið sveppina og paprikuna og bætið á pönnuna. Pressið hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt.
- Setjið hakkaða tómata og tómatpúrru á pönnuna og blandið öllu vel saman.
- Bætið 2 dl af bragðmiklu rauðvíni á pönnuna ásamt vatni, nautakrafti og kjúklingakrafti. Náið upp suðu og bætið svo lamba skönkunum út í ásamt ferskum kryddjurtum, setjið lokið á pottinn og leyfið að malla í 2 klukkutíma.
- Takið lokið af pottinum og leyfið að malla rólega í 30 mín í viðbót.
- Hér er hægt að taka pásu og leyfa pönnunni að bíða yfir nótt í ísskáp eða halda beint áfram.
- Takið kjötið upp úr pönnunni og geymið á disk undir álpappír. Sjóðið sósuna í u.þ.b. 15 og kryddið hana til með salti og pipar. Það er smekksatriði hvort þú viljir setja töfrasprota ofan í sósuna og aðeins mauka grænmetið í nokkrar sek, en það er líka hægt að sleppa því.
- Berið lambaskankana fram með kartöflumús og sósunni, fallegt að skreyta með fersku timjan.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben