Linda Ben

Hafraorkustykki með hnetusmjöri og þurrkuðum trönuberjum

Það er skemmtilegt að búa til sín eigin orkustykki og þessi uppskrift er einföld og virkilega góð. Ef ykkur finnst hnetusmjör og sulta gott kombó þá eigiði eftir að elska þessi orkustykki!

Ég borða almennt mikið af orkustykkjum. Mér finnst bara svo þægilegt að grípa þetta með mér þegar ég er á hraðferð og hef ekki tíma til að fá mér almennilegan mat. Þá er gott að vita til þess að ég er allavega að fá holla og góða næringu.

Hafra orkustykki

Hafra orkustykki

Hafraorkustykki með hnetusmjöri og þurrkuðum trönuberjum:

  • 60 ml kókosolía
  • 3 msk hnetusmjör
  • 3 msk hunang
  • 3 bollar Glútein fríir hafrar frá Bob’s Red Mill
  • 1 msk chia fræ
  • 1 stór vel þroskaður banani
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 ½ dl þurrkuð trönuber frá Ocean Sprey, söxuð niður
  • 1 dl graskersfræ
  • ½ tsk kanill
  • klípa af salti

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 165°C.
  2. Setjið kókosolíuna, hnetusmjörið og hunangið í pott, bræðið saman.
  3. Í aðra skál blandið saman öllum öðrum innihaldsefnum og hellið svo vökvanum yfir. Blandið mjög vel saman.
  4. Setjið smjörpappír í 20×20 cm form og þrýstið blöndunni vel ofan í formið.
  5. Bakið í um það bil 40 mín eða þangað til orkustykkin eru orðin gullinbrún.
  6. Kælið alveg niður áður en þið skerið í stykki.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Hafra orkustykki

Hafra orkustykki

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5