Pítur eru einn þægilegasti kvöldmatur sem hægt er að útbúa. Það tekur enga stund að setja saman í þennan rétt sem er stútfullur af hollu grænmeti og nautahakki.
Hágæða grískar pítur með nautahakki:
- 1 pakki nautahakk
- 1 tsk pipar
- 1 tsk salt
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 tsk oregano
- 4 pítubrauð
- 1/2 gúrka skorin í litla bita
- 1/2 gul paprika skorin í litla bita
- u.þ.b. 8 kálblöð að eigin vali
- 1/2 krukka fetaostur
- pítusósa (sjá uppskrift neðar)
Aðferð:
- Skerið hvítlaukinn smátt niður.
- Steikið hakkið með hvítlauknum, kryddið með salt, pipar og oreganó.
- Skerið grænmetið smátt niður
- Ristið pítubrauðin þangað til þau verða gullinbrún.
- Raðið grænmeti og hakki inn í skorin pítubrauðin ásamt ostinum og sósu.
Pítusósa:
- 1 bolli grískt jógúrt
- 2 msk sítrónusafi
- 2 msk majónes
- 1/2 bolli ferskt dill, skorið smátt niður
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Blandið öllum innihaldsefnum vel saman og smakkið til með salt og pipar.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: