Linda Ben

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Recipe by
4 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli. Þessi klassíska jólamáltið sem við öll ættum að þekkja og elska.

Birkireykta hangikjötið frá SS er órjúfanlegur hluti af jólunum á þessu heimili, það er með eindæmum gott!

Það er einfaldara en margir halda að útbúa sitt eigið rauðkál en það er svo ótrúlega gott, eiginlega bara ekki hægt að líkja því saman við rauðkálið sem maður kaupir út í búð.

Mismunandi er hvort fólk tali um uppstúf eða jafning, en það er svo sem auka atriði, eina sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma í jafninginn svo hann verði kekklaus og bragðgóður.

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

  • Birkireykt hangikjöt frá SS
  • 2 msk sykur
  • Uppstúf/jafningur (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Kartöflur (kaupið tilbúnar eða sjóðið og flysjið)
  • Rauðkál (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Grænar baunir

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa rauðkálið. Hægt er að gera það daginn áður líka.
  2. Takið hangikjötið út úr ísskápnum og leyfið því að jafna sig í u.þ.b. 1-2 klst við stofuhita.
  3. Setjið kalt vatn í stóran pott sem rúmar hangikjötið og setjið lærið ofan í pottinn. Gott er að bæta 2 msk sykri í pottinn.
  4. Látið suðuna koma upp og sjóðið rólega við vægan hita í 25-30 mín fyrir hvert kíló. Slökkvið svo undir og leyfið hanikjötinu að kólna í vatninu í 2 klst með lokið á pottinum.
  5. Á meðan kjötið er að kólna, útbúið þá uppstúfinn og sjóðið kartöflurnar.

Heimagert rauðkál

  • Meðalstór rauðkálshaus
  • 2 epli
  • 75 ml hvítvínsedik
  • 90 g sykur
  • 30 g smjör
  • 1 stk stjörnuanís
  • 1 stk kanilstöng
  • 2 lítrar vatn

Aðferð:

  1. Skerið rauðkálshausinn smátt niður, takið kjarnann frá.
  2. Flysjið og kjarnhreinsið eplin, skerið þau niður í litla bita.
  3. Setjið í stóran pott ásamt hvítvínsediki, sykri, smjöri, stjörnuanís, kanilstöng og hellið svo vatninu yfir.
  4. Sjóðið í u.þ.b. 1 ½ klst við vægan hita, smakkið eftir u.þ.b. 45 mín og setjið ef til vill meira af sykri eða ediki eftir því hvort ykkur finnst vanta.
  5. Veiðið kanilstöngina og anísstjörnuna upp úr rauðkálinu og notið það jafnvel sem skraut ofan á rauðkálið þegar það er borið fram.Þ

Jafningur/Uppstúf

  • 40 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 6 dl mjólk
  • U.þ.b. ¼-½ tsk salt
  • U.þ.b. 1 – 1½ msk sykur
  • ¼ tsk hvítur pipar
  • 1 dl rjómi

Aðferð

  1. Ef þið eruð ekki með forsoðnar kartöflur, þá byrjiði á að sjóða þær og flysja.
  2. Bræðið smjör í potti og bætið hveitinu út á, hrærið saman þar til það myndast kúla sem lyftist frá pottinum.
  3. Bætið mjólkinni út í pottinn, u.þ.b. ½ dl í einu og hrærið þar til bollan hefur dregið alla mjólkina í sig, bætið þá öðrum ½ dl út í og hrærið aftur. Endurtakið fyrir restina af mjólkinni. Hrærið stöðugt í á meðan og passið að hafa alltaf vægan hita undir pottinum þar sem þetta getur brunnið auðveldlega við.
  4. Sjóðið saman í nokkrar mínútur, bætið rjómanum út í og kryddið til eftir smekk með sykri, salti og hvítum pipar.
  5. Bætið forsoðnum og flysjuðum kartöflum út í og blandið saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hangikjöt með uppstúf og heimagerðu rauðkáli

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5