Linda Ben

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu

Recipe by
70 mín
Prep: 10 mín | Cook: 60 mín | Servings: 3 - 4 manns

Það er mjög auðvelt að heilsteiktum kjúkling, í raun snýst það bara um að krydda hann vel og setja hann svo inn í ofn, búið!

Það er hægt að bera fram allskonar meðlæti með heilsteiktum kjúkling. Það er til dæmis mjög þæginlegt að skera niður kartöflur í strimla, krydda með salt og pipar og setja ofan í fatið með kjúklingnum. Þannig er maður kominn með mjög góða máltíð með lítilli fyrirhöfn.

Heileldaður kjúklingur með sítrónu

Innihald:

  • Heill kjúklingur
  • Salt
  • Pipar
  • 1 sítrónur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 2 msk smjör
  • lítið búnt ferskt timjan

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Skolið og hreinsið kjúklinginn, þurrkið hann svo með eldhúspappír.
  3. Setjið vel af salt og pipar inn í kjúklinginn.
  4. Skerið 1 sítrónu í helming og setjið báða helmingana inn í kjúklinginn ásamt 3 hvítlauksgeirum og fersku timjan.
  5. Smyrjið smjörinu á kjúklinginn og kryddið hann vel með salt og pipar.
  6. Setjið kjúklinginn í fat með loki.
  7. Eldið kjúklinginn í lokuðu fati í 30 mín, takið lokið af og haldið áfram að elda hann í 30 mín

Heileldaður kjúklingur með sítrónu

Njótið vel!

Ykkar, Linda

Öll hráefni í þessa uppskrift frá í Kosti.

Screen Shot 2016-02-08 at 10.15.57

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5