Hér höfum við frábæran áfengislausan kokteil sem allir geta notið.
Trönuberjasafi er allra meina bót, en rannsóknir hafa sýnt fram á að trönuberjasafi:
- Er ríkur af andoxunarefnum
- Getur komið í veg fyrir þvagfærasýkingar
- Getur hægt á öldrun
- Getur haft góð áhrif á húðina
- Getur haft góð áhrif á hjarta og æðakerfið
- Getur hjálpað til við að minnka magasár
- Hefur bakteríueyðandi áhrif
- Getur verndað gegn krabbameini
- Getur bætt augnheilsu og sjónina
- Getur stuðlað að heilbrigðu ónæmiskerfi
Það er því upplagt að reyna koma því inn í daglegu rútínuna að drekka trönuberjasafa.
Heilsubætandi trönuberjakokteill
- Klakar
- 1/3 hluti trönuberjasafi frá Muna
- 2/3 hluti áfengislaus engifer bjór
- Kanilsykur
- Lime
- Epli
- Mynta
- Kanilstöng
Aðferð:
- Setjið kanilsykur á disk. Bleytið glasbrúnina með lime safa, mér finnst líka fallegt að bleyta smá hluta framan á glasinu með lime safa. Dýfið glasinu beint ofan í kanilsykurinn.
- Fyllið glösin af klökum.
- Hellið trönuberjasafa í glösin og fyllið svo upp með áfengislausum engiferbjór.
- Skerið epli í sneiðar og setjið sneiðar ofan í glösin, skreytið einnig með kanilstöng og myntu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: