Linda Ben

Heilsusamlegar og vegan bláberjamuffins

Bláberjamuffins  Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Þessar bláberjamuffins eru virkilega mjúkar og djúsí. Þær eru alls ekki of sætar, innihalda heilhveiti og hafra og því mætti kalla þær hollar. Þær henta því vel sem morgunmatur um helgar til dæmis.

Þessar muffins innihalda ekki dýraafurðir og því eru þær vegan.

Eggja staðgengillinn frá Bob’s Red Mill er virkilega vel heppnuð vara og er ég gríðarlega hrifin af henni eftir að hafa prófað. Ég blandaði duftinu saman við vatn samkvæmt upplýsingum aftan á pakkanum, 1 msk duft saman við 2 msk af vatni til að fá eitt egg. Ég var alveg ótrúlega hrifin af áferðinni en hún var eiginlega bara nákvæmlega eins og á eggi. Þó svo að ég hafi verið að búast við því að þetta væri góð vara þá fór þessi eggja staðgengill frá Bob’s Red Mill fram út björtustu væntingum!

Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Eins og alltaf þá mæli ég með því að nota muffins álbakka undir muffinsformin. Muffins kökurnar verða mikið fallegri fyrir vikið og halda frekar lögun í ofninum. Annað þægilegt tól sem ég nota þegar ég bý til muffins er þessi ísskeið sem sést á myndunum hér fyrir ofan. En með því að nota hana má koma í veg fyrir allskonar subbuskap sem fylgir því oft að gera muffins, auk þess að kökurnar verða allar jafn stórar.

Vegan bláberjamuffins

  • 250 g heilhveiti
  • 100 g ljós púðursykur
  • 75 g grófir hafrar
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 ½ tsk kanill
  • ½ tsk negull
  • 2 msk mulin hörfræ blandað saman við 6 msk vatn þangað til hlaupkennt
  • 200 ml möndlumjólk
  • 75 ml sólblómaolía
  • 3 tsk hlynsíróp
  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 100 g frosin eða fersk bláber

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 180°C.
  2. Hrærið öll þurrefnin saman.
  3. Hrærið 2 msk af Egg replacer frá Bob’s Red Mill saman við 4 msk vatn og leyfið því að taka sig þangað til áferðin verður lík eggjahræru.
  4. Hellið eggjunum saman við ásamt öllum öðrum hráefnum fyrir utan bláberin, blandið vel saman.
  5. Setjið bláberin út og hrærið varlega saman.
  6. Setjið muffinsform í muffins álbakka (hann heldur formunum uppréttum í ofninum svo kökurnar verða jafnar og fallegar) og skiptið deiginu á milli 12 forma.
  7. Bakið í 20-30 mín

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Bláberjamuffins

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5