Þessi færsla er kostuð af OTA.
Ég er alltaf að reyna að borða hollt, finna einfalda leiðir til þess að innleiða heilsusamlega fæðu inn í matinn sem ég er nú þegar að borða. Ég hef komist að því að það hentar mér ekki að hvolfa matarræðinu mínu og gera stórkostlegar breytingar þegar mig langar að vera heilsusamlegri.
Ég borða nú þegar þokkalega hollt alla daga en alltaf má gera betur. Stundum leiðist maður nefninlega út í það að venja sig óvart á eitthvað óhollt. Til dæmis ef ég á nammi upp í skáp og ven mig á að fá mér alltaf smá nammi á hverjum degi, svo fer allt í einu skammturinn að stækka og er orðinn að vandamáli. Þá er mín leið að innleiða holla fæðu aftur hægt og rólega inn í það sem ég er nú þegar að borða. Geri það á bragðgóðan hátt þannig mér finnst gaman að borða hollari fæðu. Ég banna mér ekki að fá mér nammið sem ég hef vanið mig á en með því að innleiða hollari fæðu inn í það sem ég er nú þegar að borða, finn ég minni þörf fyrir það að borða nammið, hef jafnvel ekki pláss fyrir það.
Ein leið sem ég hef fundið til þess að gera daglega matarræðið mitt hollara er að velja heilsusamlegt brauð. Brauð sem er ríkt af trefjum, próteinum, vítamínum og steinefnum.
Það að eiga Nutribullet tæki er ein besta leið sem ég veit um til þess að innleiða holla fæðu inn í daglegt matarræði. Það er svo auðvelt að búa sér til drykki og ýmislegt annað með þessari græju. Mér finnst það töluvert þægilegra að nota Nutribullet í frekar en til dæmis matvinnsluvél eða hefðbundna blandara þar sem það er svo þægilegt að þrífa Nutribullet glösin, bara rétt að skola og svo í uppvöskunarvélina eins og maður gerir með önnur glös.
Ég á líka alltaf OTA Solgryn hafra í búrskápnum. Það er alltaf hægt að útbúa sér hollan og góðan rétt úr höfrunum, hvort sem það eru hafrapönnukökur, hafra og ávaxta smoothie eða eins og þetta gómsæta brauð.
Heimabakað fjölkornabrauð
- 116 g sólblómafræ
- 75 g hörfræ
- 70 g möndlur
- 30 g graskersfræ
- 3 msk psyllium husk
- 120 g OTA Solgryn hafrar
- 2 msk chia fræ
- 1 tsk salt
- 1 msk hlynsýróp
- 3 msk kókos olía
- 3 ½ dl vatn
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
- Setjið sólblómafræ, hörfræ, möndlur, psyllium husk og graskersfræ í skál.
- Setjið hafra, chia fræ, salt, hlynsíróp, kókosolíu og vatn í Nutribullet blandara. Hellið blöndunni yfir fræblönduna og blandið saman, deigið á að vera mjög þétt. Setjið smjörpappír í brauðform (mér finnst klassíska brauðformið úr IKEA lang þægilegast) og setjið deiginu í formið, sléttið úr því og bakið inn í ofni í 20 mín í forminu. Eftir 20 mín takið brauðið úr forminu og snúið því við þannig að það bakist líka á hinni hliðinni. Haldið áfram að baka í 30 mín eða þangað til það heyrist holrúmt hljóð þegar bankað er í brauðið.
- Best er að leyfa brauðinu að kólna vel, í a.m.k. 2 klst áður en það er skorið.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben