Heimagerður plokkfiskur frá grunni sem allir elska. Þetta er ódýrt og einfaldur matur sem flest öllum finnist góður, bæði börn og fullorðnir.
Það er upplagt að nota afgangs fisk í að gera pl0kkfisk. Krakkarnir mínir elska plokkfisk og borða sjaldan jafn vel og þegar plokkfiskur er í matinn.
Heimagerður plokkfiskur frá grunni
- 700 g soðin ýsa
- 500 g soðnar kartöflur, flysjaðar
- ½ laukur flysjaður og saxaður mjög smátt
- 80 g smjör
- 70 g hveiti
- 6 dl nýmjólk frá Örnu Mjólkurvörum
- Salt og pipar eftir smekk
- Rúgbrauð (má sleppa)
- Salatblanda (má sleppa)
Aðferð:
- Skerið laukinn smátt niður.
- Setjið smjörið á pönnuna og bræðið það, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til mjúkur í gegn. Bætið hveitinu út á pönnuna og blandiðð öllu vel saman þar til smjörið og hveitið hefur myndað bollu.
- Bætið mjólkinni út á pönnuna, 1 dl í einu og hrærið vel á milli þar til blandan verður kekklaus.
- Skerið fiskinn og kartöflurar smátt niður og bætið út á pönnuna, hrærið öllu vel saman.
- Kryddið til með salti og pipar.
- Berið plokkfiskinn fram með rúgbrauði með smjöri og fersku salati.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: