Heimagerður Stacciatella ís í Ninja creami ísvélinni.
Mjúkur, rjómalagaður og ótrúlega einfaldur Stracciatella-ís sem minnir á klassískan ítalskan ís en hann er gerður úr Stracciatella grískri jógúrt frá Arna Mjólkurvörur í Ninja Creami.
Með viðbættu próteini er þessi ís næringarríkari en venjulegur ís.
Þessi ís er fullkominn sem eftirréttur eða ljúffengt snarl.
Þessi uppskrift er frekar stór og er hentug fyrir 2 manneskjur. Það er má líka frysta afganginn aftur og respinna seinna.






Heimagerður Stracciatella ís í Ninja creami
- 360 g Stracciatella grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
- 1 dl rjómi
- 1 skeið vanillu prótein (má skipta út fyrir 1/4 tsk vanilludropa og 1 msk hlynsíróp)
- 30-50 g dökkt súkkulaði
Aðferð
- Setjið Stracciatella grísk jógúrt, rjóma og vanillu prótein í Ninja creami glas og hrærið öllu vel saman. Setjið lokið á glasið og setjið í frysti a.m.k. í 1 sólarhring.
- Takið lokið af og setjið í ísvélarglasið og hnífinn á. Stillið á light icecream stillinguna. Skafið meðfram hliðunum vel til að fjarlægja allar ísnálarnar sem liggja upp við glasið.
- Skerið dökkt súkkulaði í bita og bætið því út í ísinn. Lokið glasinu og stillið á respin. Það var nóg fyrir mig að ýta aðeins einu sinni á resin en þið endurtakið eins oft og þarf til að ná ísnum mjúkum og góðum.
- Berið fram með meira súkkulaði ef ykkur finnst þurfa.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:










