Linda Ben

Heslihnetu- og súkkulaðiostakaka á mjúkum vanillubotni

Recipe by
3 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 8 manns

Þessi heslihnetu- og súkkulaðiostakaka er hrein dásemd – mjúkur og bragðgóður vanillubotn, rjómalöguð ostakökufylling og dásamlegur súkkulaðitoppur. Það sem gerir hana svo sérstaka er Síríus rjómasúkkulaðið með heslihnetum og rúsínum, sem gefur kökunni djúpt, sætt og hnetukennt bragð með léttu “chewy” bitum af rúsínum sem koma skemmtilega á óvart.

Þó kakan sé í þremur lögum er hún ótrúlega einföld í framkvæmd og heppnast alltaf vel. Ég nota Ljúffengu vanillukökuþurrefnablönduna mína sem botn – hún er algjör bjargvættur í bakstri og hægt að nota hana á svo fjölbreyttan hátt, í allt frá einföldum kökum til heilstæðra eftirrétta eins og þessa.

Nóa Síríus rjómasúkkulaðið fæst í flestum matvöruverslunum og Ljúffenga vanillukökuþurrefnablönduna mína færðu bæði í Krónunni og Hagkaup. Þetta er kaka sem gleður bæði augað og bragðlaukana – hvort sem hún er bökuð fyrir fjölskylduna um helgina eða sem hátíðarkaka fyrir sérstök tilefni.

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

Heslihnetu- og súkkulaðiostakaka á mjúkum vanillubotni

Vanillubotn

  • 1/2 pakki (250 g) Ljúffeng vanillukökuþurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 2 egg
  • 75 g smjör / bragðlítil olía
  • 1/2 dl vatn
  • 75 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum

Ostakaka

  • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum
  • 450 ml rjómi (notað á tveimur stöðum í uppskriftinni)
  • 300 g rjómaostur

Súkkulaðitoppur

  • 75 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum
  • 50 ml rjómi
  • 100 g heslihnetur

Aðferð:

  1. Vanillubotn: Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita. Hrærið saman þurrefnablönduna, egg, smjör/olíu og vatn. Skerið 75 g af súkkulaðinu gróft niður og bætið út í deigið. Hellið í 25 cm smelluform og bakið í 17–20 mínútur. Kælið kökuna.
  2. Ostakaka: Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í skál. Hitið 100 ml rjóma að suðu (ekki sjóða) og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og kælið að stofuhita.
  3. Þeytið 350 ml rjóma. Í aðra skál hrærið rjómaostinn og blandið síðan rjómanum saman við með sleikju. Hellið kælda súkkulaðinu út í og blandið með sleikju.
  4. Setjið kökubotninn á fallegan kökudisk (sem passar í frysti) og setjið hringinn af smelluforminu (hreinsaðan) aftur á kökuna. Hellið ostakökublöndunni yfir og setjið í frysti í 2–3 klst. eða lengur.
  5. Súkkulaðitoppur: Brjótið 75 g súkkulaði gróft niður og setjið í skál. Hitið 50 ml rjóma og hellið yfir. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og dreifið yfir kökuna. Skerið heslihnetur gróft niður og dreifið yfir endann á kökunni.

 

heslihnetu og súkkulaði ostakaka á mjúkum vanillubotni

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5