Linda Ben

Heslihnetusúkkulaðimús

Recipe by
2 1/2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 4-6 manns

Heslihnetusúkkulaðimús sem er einstaklega ljúffeng og skemmtilega öðruvísi.

Þessar undur góðu uppskrift eru að finna í Kökubæklingi Nóa Síríus sem ég gerði fyrir Nóa Síríus núna í haust. Bæklingurinn er stútfullur af girnilegum uppskriftum (þó ég segi sjálf frá) sem hentar öllum getustigum. Fjölbreytileiki uppskriftanna er mjög breiður þar sem ég gerði nokkra eftirrétti, fallegar stórar hallþórur, litla sæta bita og ýmislegt þar á milli.

Þessa uppskrift er hægt að gera með góðum fyrirvara þar sem músin geymist vel inn í ísskáp í lokuðu íláti eða í glösunum sem hún er borin fram í með plastfilmu yfir.

Heslihnetusúkkulaðimús

  • 4 egg
  • 70 g sykur
  • 500 ml rjómi (skipt í 250 ml og 250 ml)
  • 450 g Síríus mjólkursúkkulaði með heslihnetum og rúsínum 
  • Heslihnetur sem skraut (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman í um 3 mínútur þar til blandan verður létt og loftmikil.
  2. Setjið 250 ml rjóma í pott og hitið hann vel, en ekki sjóða hann.
  3. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.
  4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita (passið að láta ekki sjóða). Hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn.
  5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við eggjablönduna. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1-2 klst.
  6. Þeytið rjóma, setjið súkkulaði og eggjablönduna út í rjómann og hrærið saman með sleikju.
  7. Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautið í kokteilglös.
  8. Skreytið með heslihnetum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5