Hindberja súkkulaðibitar eru alveg dásamlega góðir nammibitar sem hægt er að njóta hvenær sem er. Þeir eru fullkomnir til dæmis fyrir vinkonu og vinahittinginn eða bara þegar maður vill gera vel við sig.
Þetta er líka ótrúlega einfalt og fljótlegt að gera. Maður einfaldlega raðar hindberjunum á smjörpappír í litlu formi, bræðir súkkulaðið og hellir því yfir hindberin. þegar súkkulaðið hefur náð að stirðna aftur þá sker maður það í bita og raðar á fallegan disk.
Hindberja súkkulaðibitarnir geymast í 1-2 daga inn í ísskáp.
Hindberja súkkulaðibitar
- 150 g hindber
- 100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
- 100 g Síríus suðusúkkulaði
Aðferð:
- Setjið smjörpappír í lítið eldfast mót og raðið hindberjunum í mótið.
- Bræðið hvítu súkkulaðidropana í einni skál og bræðið suðusíkkulaðið í annari.
- Hellið hvíta súkkulaðinu yfir hindberjin og hellið svo suðusúkkulaðinu yfir. Leyfið súkkulaðinu að striðna inn í ísskáp og skerið svo í bita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: