Linda Ben

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hér höfum við alveg dásamlega góða hindberjahafraböku sem inniheldur engan sykur, egg eða mjólk og er vegan.

Þessi baka er einstaklega mjúk og ljúffeng. Þessa böku má algjörlega flokka sem hollustubakstur sem maður getur því notið með góðri samvisku hvenær sem er dags. Bakan hentar mjög vel til dæmis sem morgunmatur og er gullfalleg á brunchborðið.

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hindberjahafrabaka (vegan)

Hindberjahafrabaka (vegan)

  • 200 g frosin hindber
  • 1 tsk maís sterkja (maizenamjöl)
  • 2 msk hörfræ
  • 1/2 dl vatn
  • 130 g haframjöl (50/50 grófir hafrar og fínir)
  • 2 tsk lyftiduft
  • Safi og börkur af 1 sítrónu
  • 70 g möndlusmjör
  • 2 msk hunang
  • 450 g hafraskyr með jarðaberjum frá Veru Örnudóttir (3 dósir, 2 dósir settar í deigið, 1 dós notuð ofan á bökuðu kökuna)
  • 100 g fersk hindber

Aðferð:

  1. Setjið frosin hindber í pott ásamt maizenamjöli, hitið á vægum hita í 3-5 mín eða þar til blandan byrjar að þykkna. Slökkvið undir pottinum og leyfið blöndunni að kólna.
  2. Setjið hörfræ og vatn í skál, hrærið saman og látið standa. Blandan mun þykkna eftir nokkrar mín.
  3. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  4. Setjið haframjöl og lyftiduft í skál, rífið sítrónubörkinn út í og kreystið svo sítrónusafann í skálina. Hrærið öllu saman.
  5. Setjið möndlusmjörið í skálina ásamt agave sírópi, hörfræjarblöndunni og 2 dósir af hafraskyrinu, blandið öllu vel saman.
  6. Smyrjið 22 cm kökuform og setjið deigið í formið, setjið hindberjablönduna yfir deigið og bakið í u.þ.b. 40 mín eða þar til bakan er bökuð i gegn. Kælið bökuna.
  7. Dreifið doppum af hafraskyri og ferskum hindberjum yfir bökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hindberjahafrabaka (vegan)

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5