Linda Ben

Hnetusmjörs ofurfæðis morgunverðarskál

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Muna | Servings: 1 skál

Ég eeeeelska skyr og chia fræ í morgunmat, hef fengið mér einhverskonar útgáfu af þessum hráefnum saman í mörg ár núna. Það er bara frábært að byrja daginn á skál sem er full af trefjum, hollri fitu og helling af próteini.

Þessi skál er algjör ofurfæðisskál enda inniheldur hún helling af hráefnum sem flokkast sem ofurfæður. En fyrst og fremst er hún alveg svakalega góð.

Skálin inniheldur m.a. kakóskyr, hnetusmjör og súkkulaðimúslí sem passar alveg svakalega vel með bananabitunum, bláberjunum og granateplakjörnunum.

Ég tek alltaf vítamín á morgnanna hef ég náð að venja mig á það að alltaf þegar ég geri morgunmatinn minn þá tek ég inn vítamínin í leiðinni. Ég veit að margir eiga erfitt með að muna eftir að taka vítamínin sín en það sem mér finnst hafa hjálpað mér mest til að muna að taka þau, er að tengja nýju venjuna (að taka vítamín) við gamla venju (að borða morgunmat). Með tímanum skapaðist ný rútína þannig að allaf þegar ég borða morgunmat þá tek ég vítamínin mín í leiðinni. Það hjálpar svo ennþá meira, til að byrja með á meðan rútínan er að skapast, að geyma vítamínin á sama stað og þú geymir morgunmats hráefnin.

Ég hef verið að taka inn vítamínin frá Muna undanfarið og líkar mér vel við þau. Vítamínin eru framleidd í Grenivík á Íslandi eftir ströngustu gæðakröfum. Grenivík er þekkt fyrir náttúrufegurð sína, hreint loft og óspillta náttúru en einmitt þar er Pharmarctica, framleiðandi MUNA vítamínanna staðsett, í litlu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Óhætt er að segja að staðsetningin veiti fyrirtækinu einstaka aðstöðu til að framleiða hreinar og náttúrulegar vörur.

Morgunverðarskál

Morgunverðarskál

Morgunverðarskál

Ofurfæðis morgunverðarskál

  • 1 msk chia fræ frá Muna
  • 1 dl vatn
  • 200 g hreint skyr
  • 1 tsk hreint kakóduft
  • 1/2 banani
  • 1 dl bláber
  • 1/4 granatepli
  • 1 msk hnetusmjör frá Muna
  • 1 tsk akasíu hunang frá Muna
  • Múslí með súkkulaði frá Muna

Aðferð:

  1. Setjið chia fræ og vatn saman í skál og hrærið saman. Látið standa í a.m.k. 10 mín. Mér finnst best að setja 4 msk af chia fræjum í stóra krukku með 4 dl af vatni, hrissta saman og láta standa yfir nótt. Svo tek ég 1 dl af útbleyttum chia fræjum og geymi það sem eftir er þar til næst. Fræin geymast útbleytt í a.m.k. viku í kæli.
  2. Setjið 1 tsk af kakó út í skyrið og hrærið saman. Setjið skyrið svo í skál. Setjið 1 dl af útbleyttum chia fræjum út á skálina.
  3. Skerið bananann í sneiðar og bætið út á skálina ásamt bláberjum og granateplakjörnum.
  4. Setjið 1 msk af hnetusmjöri út á og dreifið hunanginu yfir skálina.
  5. Toppið með súkkulaði múslíinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Morgunverðarskál

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5