Þessi uppskrift inniheldur engan hvítann sykur heldur er notast við vel þroskaða banana og döðlur til að gefa sætu. Hér finnurðu heldur ekkert smjör, í staðinn er notuð sólblómaolía til að gera kökuna mjúka. Næringarlitla hvíta hveitið er heldur ekki að finna hér en í staðinn er notað heilhveiti.
Það besta við þetta alls saman er samt bragðið því hún gefur upprunalegu óhollu kökunni ekki sentímeter eftir, ég lofa því!

Innihald
- 3 egg
 - 2 vel þroskaðir bananar
 - 15 ferskar döðlur (án steina)
 - 6 msk sólblómaolía
 - 1 bolli heilhveiti
 - 1 ½ tsk matarsódi
 - 3 tsk kanill
 - ½ tsk múskat
 - ½ tsk kardimommur
 - 3-4 gulrætur (miðstærð, rifnar niður)
 - ½ bolli kókosflögur
 - 1/2 bolli rúsínur (má sleppa)
 
Aðferð
- Byrjað er á að stilla ofninn á 170°C.
 - Bananar, döðlurnar og olían er sett saman í matvinnsluvél og látið ganga þangað til góð kekklaus blanda hefur myndast.
 - Egg eru hrærð saman í skál.
 - Í aðra skál er sett hveiti, matarsódi, kanill, múskat og kardimommur. Allt hrært saman og sigtað ofan í eggjablönduna.
 - Bananablöndunni er bætt út í og allt hrært vel saman.
 - Gulrætur eru rifnar gróflega niður og sett út í blönduna ásamt kókosmjölinu og rúsínunum.
 - Deigið er sett í kökuform, ég notaðist við smelluform sem er 18 cm í þvermál.
 - Kakan er svo látin bakast í 45 mín. Gott að er að stinga hníf ofan í kökuna áður en hún er tekin út til þess að fullvissa sig um að hún sé tilbúin.
 

Krem
- 400 g rjómaostur
 - 6 msk hunang
 - 1/2 límona
 - 1 dl heslihnetur (má sleppa)
 
- Allt hrært saman í skál þangað til kekklaus og góð blanda hefur myndast.
 - Kakan er skorin í tvennt til þess að gera hana tveggjalaga. Neðra lagið er sett á kökudisk og svo 1/3 af kreminu sett á kökubotninn.
 - Efra lagið er lagt ofan á og restin af kreminu borið á kökuna. Kakan er að lokum skreytt með heslihnetum ef þið viljið
 
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben



