Hollensk pönnukaka með rjómaostakremi
- 30 g smjör
- 4 egg lifræn frá Nesbú
- 110 g hveiti frá Kornax
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
- 150 ml mjólk
Rjómaostakrem
- 100 g rjómaostur
- 50 g flórsykur + 1 msk til að sigta yfir pönnukökuna
- Jarðaber
Aðferð:
- Kveikið á ofninu og stillið á 220°C, undir og yfir hita.
- Bræðið smjörið í pönnu sem má fara inn í ofn.
- Blandið saman eggjum, hveiti, salti, og vanilludropum í skál. Blandið mjólkinni saman við og hellið smjörbráðinni líka út í deigið. Hrærrið vel saman þar til blandan er laus við kekki og orðin svolítið loftmikil.
- Hellið deiginu í smurða pönnuna og bakið í 17 mín eða þar til pönnukakakn hefur stækkað talsvert og er byrjuð að brúnast á köntunum.
- Á meðan pönnukakan er að bakast inn í ofninum, hrærið saman rjómaosti og flórsykri. Skerið niður jarðaberin
- Smyrjið rjómaostakreminu á pönnukökuna og dreifið jarðaberjunum yfir. Sigtið svolítið af flórsykri yfir. Berið fram nýbakað og volgt út ofninum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: