Linda Ben

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó”rjóma”sósu

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 4 manns

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó”rjóma”sósu

Ef þú elskar rjómakennda pastarétti en vilt hollari útgáfu, þá er þessi uppskrift fyrir þig.
Þetta er einstaklega ljúffengt próteinríkt kjúklingapasta í pestó-„rjóma“sósu, þar sem kotasæla kemur í stað rjóma og gerir sósuna silkimjúka, létta og ótrúlega bragðgóða.

Með safaríkum kjúklingi, stökku beikoni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum færðu mettandi og vel jafnaðan rétt sem hentar jafnt á annasömum virkum dögum sem um helgar. Þetta er einföld uppskrift sem klikkar ekki – og slær alltaf í gegn hjá öllum við matarborðið.

Ég mæli heilshugar með prótein pastanu frá Barilla. Það inniheldur 20 g af próteini í hverjum 100 g. Áferðin og bragðið á því er nánast alveg sú sama og á venjulegu pasta, alveg lygilega líkt. Þetta er alveg einstaklega vel heppnuð vara sem ég á eftir að nota mikið. Protein Barilla pastað fæst í Nettó.

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó”rjóma”sósu

  • 3 kjúklingabringur
  • 1 msk kjúklingakryddblanda
  • 130 g eðalbeikon frá SS
  • 200 g Protein + Penne rigate Barilla pasta
  • 1 laukur
  • 250 g sveppir
  • 250 g kotasæla
  • 190 g rautt pestó frá Barilla
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • U.þ.b. 1/2 dl mjólk
  • 200 g sólþurrkaðir tómatar
  • Salt og pipar
  • Fersk basilíka
  • Parmesan

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar fyrst langsum og svo í þunna strimla. Kryddið vel með kjúklingakryddblöndu og steikið þar til fulleldaður. Setjið í skál og geymið þar til seinna.
  2. Skerið beikonið í strimla og steikið þar til stökkt. Geymið einnig þar til seinna.
  3. Setjið vatn, olíu og salt í pott og náið upp suðunni. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Á meðan pastað er að sjóða, útbúið sósuna.
  4. Skerið lauk smátt niður og steikið upp úr olíu. Skerið sveppina niður og bætið út á pönnuna og steikið þar til mjúkir í gegn.
  5. Setjið kotasælu, hvítlauk og rautt pestó í blandara og maukið. Hellið sósunni út á pönnuna. Bætið svolítilli mjólk út á pönnuna til að þynna sósuna.
  6. Skerið niður sólþurrkaða tómata.
  7. Bætið pastanu, kjúklingnum, beikoninu og sólþurrkuðum tómötum út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar.
  8. Berið fram með ferskri basilíku og parmesan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Fylgstu með á Patreon!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hollt og próteinríkt kjúklingapasta í pestó"rjóma"sósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5