Þó svo að veturinn sé á næsta leiti þá er ekkert betra en ferskir og góðir ávaxtadrykkir, fullir af vítamínum og orku. Þú þarft aðeins 3 hráefni í þennan lúffenga drykk og þú nærð alveg örugglega að gera hann líka undir 3 mínutum. Einfalt, hollt og gott, þannig á lífið að vera!

Hollur og bragðgóður avokadó og peru drykkur, uppskrift:
- 1 Avokadó, steinhreinsað
 - 2 perur, flysjaðar og kjarnahreinsaðar
 - safi úr 1/2 sítrónu
 - Klakar
 
Aðferð:
- Steinhreinsið avokadóið og kjarnahreinsið perurnar. Setjið í stórt Nutribullet glas eða blandara.
 - Kreistið 1/2 sítrónu út á og fyllið upp að MAX línunni með kökum.
 - Blandið saman í eins stutta stund og hægt er þannig að allir ávextirnir hafa maukast í drykk.
 
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben

Category: 




